Forsíða

Tilkynning

Hugleiðing um hús: Hnitbjörg með Pétri Ármanns á alþjóðlegum safnadegi | 14.05.2021

 

Í tilefni af alþjóðlegum safnadegi, þriðjudaginn 18. maí, býður Listasafn Einars Jónssonar til hugleiðingar um húsið í hádeginu. Þá mun Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, segja frá sögu safnbyggingar Listasafns Einars Jónssonar á Skólavörðuholti.

Viðburðurinn hefst í höggmyndagarðinum við Listasafn Einars Jónssonar kl. 12:10 og stendur til kl. 12:50. Gestum býðst svo að skoða safnið á eigin vegum að viðburði loknum.

Í tilefni af Safnadeginum er frítt á viðburðinn og inn á safnið allan daginn. Öll velkomin.