Stafrænar styttur

Stafrænar styttur gerir safngestum á öllum aldri kleift að nýta sér spennandi tækni til að kynnast listaverkum Einars betur. Verkefnið sameinar allra nýjustu tækni í myndmælingum (photogrammetry) og hina aldagömlu höggmyndalist sem miðlað verður til barna og ungmenna um land allt.

Verkefnið er í formi stafrænna tvíbura af raunverulegum listaverkum sem gefa færi á að skoða listaverk Einars frá breytilegum sjónarhornum sem annars er erfitt að koma auga á. Verkefninu er ætlað að gera grunnskólanemendum og -kennurum kleift að heimsækja hluta Listasafns Einars Jónssonar og sjá stytturnar í nýju ljósi, og í mörgum tilfellum, frá nýju sjónarhorni þar sem mörg verkanna eru svo há að erfitt er að sjá þau standandi á gólfinu.Sækja fræðslupakka
Skoða stafræna tvíbura og hlusta á frásögn um þá hérÞað er von okkar að stafrænu stytturnar kveiki áhuga og umræðu meðal nemenda. Við hvetjum ykkur til að koma í heimsókn í safnið eða bóka stafræna heimsókn gegnum Zoom eða Teams. Allar bókanir fara fram gegnum netfangið lej@lej.is. Njótið vel

 

AlmaDís Kristinsdóttir, safnstjóri LEJ & menntunar- og safnafræðingur
María Hjelm, sérfræðingur LEJ & listfræðingur