Heimsókn á safnið


Listasafn Einars Jónssonar
Hallgrímstorgi 3
101 Reykjavík

Sími: 551 3797
Farsími: 8983913
Netfang: lej@lej.is
Veffang: www.lej.is
Facebook: https://www.facebook.com/ListasafnEinarsJonssonar
Instagram: https://www.instagram.com/listasafneinarsjonssonar/

Safnið er opið alla daga frá kl. 12-17
Lokað á mánudögum
Á öðrum tímum er opið samkvæmt samkomulagi
Hafið samband við skrifstofu safnsins: lej@lej.is eða 8983913

Inngangur í höggmyndagarð er rétt handan við hornið frá Njarðargötu eða Freyjugötu

Aðgangseyrir

Fullorðnir: kr. 1500
Lífeyrisþegar 67+: kr. 1000
Námsfólk með skólaskírteini: kr. 1000
Hópar 15 eða fleiri: kr. 1000 per person

Öryrkjar: Ókeypis

Börn og unglingar yngri en 18 ára: Ókeypis Skipulagðar skólaheimsóknir: Ókeypis
Nemendur í Listaháskóla Íslands: Ókeypis
Félagar í ICOM, FÍM, FÍMK, FÍSOS, SÍM: Ókeypis 


Leiðsögn

Hafið samband við skrifstofu safnsins til að bóka hópa í fræðsluheimsóknir: lej@lej.is eða 8983913.

Verkefni

Nú er í gangi verkefnið Stafrænar styttur. Verkefnið gerir safngestum á öllum aldri kleift að nýta sér spennandi tækni til að kynnast listaverkum Einars betur. Stafrænar styttur sameinar allra nýjustu tækni í myndmælingum (photogrammetry) og hina aldagömlu höggmyndalist sem miðlað verður til barna og ungmenna um land allt.

Verkefnið er í formi stafrænna tvíbura af raunverulegum listaverkum sem gefa færi á að skoða listaverk Einars frá breytilegum sjónarhornum sem annars er erfitt að koma auga á. Verkefninu er ætlað að gera grunnskólanemendum og -kennurum kleift að heimsækja hluta Listasafns Einars Jónssonar og sjá stytturnar í nýju ljósi, og í mörgum tilfellum, frá nýju sjónarhorni þar sem mörg verkanna eru svo há að erfitt er að sjá þau standandi á gólfinu.

Hér má skoða verkefnið: Stafrænar styttur | Listasafn Einars Jónssonar (lej.is)

Stjórn

Safnstjóri er AlmaDís Kristinsdóttir. Stjórnarnefnd safnsins skipa: Sigurður Trausti Traustason stjórnarformaður, Sesselja Snævarr, Hjalti Hugason, Laufey Guðjónsdóttir og Pétur Eiríksson.

Hönnun vefsíðu: Jónas Valtýsson og Alli Metall

Viðmótsforritun: Einar Kristján Bridde