Jóladagatal

1. desember

Þetta kort barst frá Álafossi jólin 1944. Ísland er þá nýorðið fullvalda ríki og það er greinilega ofarlega í hugum fólks ef marka má jólakortið sem sýnir hvernig fyrsta forseta lýðveldisins var fagnað að Álafossi.

Einar Jónsson varð sjötugur á árinu. Um þetta leiti hafa Einar og Anna flutt sig úr íbúðinni á efstu hæð Hnitbjarga og út í litla húsið í garðinum sem var byggt fyrir þau þegar að heilsa Einars tók að bila og hann þoldi illa að fara stigann upp í þakíbúðina.


Til baka