Opening hours

23.01.25 Safnanótt í Listasafni Einars Jónssonar

Spunahópurinn HEY ætlar að spinna fram skapandi leiðsögn innan um höggmyndirnar í Listasafni Einars Jónssonar á safnanótt þann 7. febrúar næstkomandi.

Spunaleiðsagnirnar vara korter í senn og fara fram kl. 21:00, 21:30 og 22:00.

Spunaleiðsögn er alltaf óvæntur og skemmtilegur leiðangur fyrir gesti og gangandi og ekki síst þá sem spinna. Hver veit hvaða visku þau draga fram úr erminni í leiðangri sínum um safnið?

Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að koma í heimsókn og upplifa verk Einars í gegnum spuna hópsins HEY.

Hópinn skipa þau Bjartur Örn Backmann, Inga Steinunn Henningsdóttir, Diljá Nanna Guðmundsdóttir og María Kristín Árnadóttir.

Við hlökkum til að sjá ykkur á safnanótt!


Til baka