Barnabókin Einar, Anna og safnið var bannað börnum eftir Margréti Tryggvadóttur, rithöfund og Lindu Ólafsdóttur, myndhöfund er komin út.
Bókin segir frá Einari og Önnu á lifandi og skemmtilegan hátt og fjallar einnig um nokkur af listaverkunum sem allt þeirra líf snerist um.
Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir bækurnar sem þær hafa unnið saman og eru í senn fróðlegar og afar fallegar og henta bæði fyrir unga lesendur og eldri.
Bókin er gefin út af Forlaginu í samstarfi við Listasafni Einars Jónssonar.
Útgáfa bókarinnar er styrkt af Open Atelier, samstarfsverkefnis á vegum Evrópuráðsins. Einnig fékk útgáfan styrk úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.