Verkin eru unnin á árunum 1985 - 1987 út frá þremur lágmyndum Einars. Verkin tákna fæðingu, lífið og dauðann að mati Kees. Grafíkverkin urðu að 108 verka seríu og hefur Listasafn Einars Jónssonar þegið 73 þeirra að gjöf.
Kees Visser hefur átt langan og farsælan feril í myndlist og haldið fjölda einkasýninga víða um heim. Hans fyrsta einkasýning var í gallerí SÚM árið1976. Sama ár heimsótti hann Listasafn Einars Jónssonar í fyrsta sinn og lýsir heimsókn sinni þannig að hann hafi orðið bæði ringlaður og heillaður við uppgötvun safnsins sem hann heimsótti eftir það oft.
Sýningin stendur til 24. september og er styrkt af Safnaráði.
Safnið er opið alla daga nema mánudaga, frá 12 - 17.