Announcement

30.01.17 Sarpur

Listasafn Einars Jónssonar á afmæli í dag en 94 ár eru frá opnun þess. Það var opnað almenningi 23. júní 1923. Safnið varðveitir lífstarf Einars Jónssonar myndhöggvara og nýverið hófst vinna við að skrá safneignina inná gagnasafnið Sarp sem opið er öllum almenningi. Í tilefni dagsins opnum við fyrir skráningar safnsins á þeim vef. Tekið skal fram að einungis er búið að skrá hluta safnsins og þetta er verkefni í vinnslu. Sumstaðar vantar myndir og upplýsingar enn sem komið er. Margt fróðlegt er þó þarna að finna. Einnig eru ábendingar vel þegnar. Við hvetjum alla sem búa yfir fróðleik og þekkingu að senda okkur línu. http://sarpur.is/UmSafn.aspx?SafnID=78 http://sarpur.is/Default.aspx

Return