Í safni Einars Jónssonar er geymd afar viðamikil úrklippubók sem leiða má líkur að Anna Jónsson kona Einars hafi safnað saman í. Bókin er fjársjóður fyrir hvern þann sem vill kynna sér list Einars Jónssonar. Árið 2005 skráði Elfa Eyþórsdóttir nemi í bókasafns og upplýsingafræði bókina sem lokaverkefni sitt. Sú skrá er nú birt hér í heild sinni.
Í bókinni eru aðallega greinar, tilkynningar og ljóð úr dagblöðum og tímaritum, íslenskum og erlendum og eru þær elstu frá árinu 1895. Mögulegt er að leita uppi margar af íslensku greinunum á timarit.is.
Verkefnið fólst í því að skrá heimildir um líf og starf Einars Jónssonar myndhöggvara sem safnað hafði verið í úrklippubók og er geymd í Listasafni Einars Jónssonar við Skólavörðuholt. Stutt umsögn fylgir hverri heimild og hluta þeirra gefin efnisorð. Skránni er ætlað að gera þessar heimildir aðgengilegri þeim sem áhuga hafa á að fræðast eða rannsaka málefni tengd Einari Jónssyni.
Sækið skrána á .pdf formi hér