Jóladagatal

Til gamans ætlum við starfsmenn safnsins að birta hér eitt jólakort á dag ásamt fróðleiksmolum frá 1. desember og fram að jólum.

Kortunum hefur frú Anna haldið til haga allt frá árinu 1901 er hún var unglingsstúlka í Danmörku og þar til hún lést í Reykjavík 1975

Listasafn Einars Jónssonar geymir ekki aðeins lífsverk Einars Jónssonar myndhöggvara heldur er þar einnig að finna margvíslegar heimildir um líf þeirra hjóna Einars og Önnu Jónsson. Ýmsir munir, minjar, bréf og kort varpa ljósi á hvernig lífi þau lifðu.

 

1. desember

Þetta kort barst frá Álafossi jólin 1944.