Bókasafn

Bókasafn listasafnsins er einkasafn Einars Jónssonar og Önnu konu hans. Safnið er mikið að vexti og telur vel rúmlega 2000 titla. Þar kennir ýmissa grasa, margvíslegar sýningarskrár, árgangar af ýmsum tímaritum, listaverkabækur, ferðabækur og allt þar á milli. Einar átti marga velvildarmenn og eru því fjölmargar bækurnar áritaðar gjafir til myndhöggvarans að Hnitbjörgum.

Anna Jónsson vann að því lengi vel að skrá og koma skipulagi á safnið. Áætlanir eru um að koma þeirri skrá á rafrænt form.