Æviatriði

Gróa Einarsdóttir og Jón Bjarnason1874: Fæddur 11. maí að Galtafelli í Árnessýslu, sonur hjónanna Gróu Einarsdóttur og Jóns Bjarnasonar bónda þar.

1888:   Fermist hjá sr. Valdimar Briem í Hrepphólakirkju.

1889:   Kemur í fyrsta sinn til Reykjavíkur. Fer í Alþingishúsið og sér þar málverkasafn í fyrsta sinn.

1891:   Flytur til Reykjavíkur. Stundar m.a nám við verslunarskólann Hermes og fær tilsögn í ensku og teikningu hjá Torfhildi Hólm skáldkonu.

1893:   Siglir til Kaupmannahafnar um vorið. Lærir tréskurð hjá tréskurðarmeisturunum Sophus Petersen og C.B. Hansen.

Við Péturskirkjuna árið 19021893-96: er nemandi norska myndhöggvarans Stephans Sinding, sótti kvöldnámskeið í Det Tekniske Selskabs Skole og sækir teikniskóla Gustavs og Sophus Vermehren.

1896-99: Nám við Kgl. Akademi for De Skönne Kunster í Kaupmannahöfn.

1901:   Sýnir verkið Útlagar á Vorsýningunni á Charlottenborg.

1902:   Fer til Rómar og dvelur þar í rúmt ár. Hefur á leiðinni skamma viðdvöl í Berlín, Dresden, Munchen, Vín og Flórens.

1903:   Sýnir verkið Maður og kona, á listsýningu í Das Künstlerhaus í Vín.

1905:   Tekur þátt í sýningum Die Frie Billedhuggere í Kaupmannahöfn og sýnir þar árlega til 1909. Falið að móta styttu af skáldinu Jónasi Hallgrímssyni.

1906:   Iðnaðarmannfélagið í Reykjavík ræður hann til að gera styttu af Ingólfi Arnarsyni.

Stytta Jóns Sigurðssonar afhjúpuð

1907:   Styttan af Jónasi Hallgrímssyni afhjúpuð í Reykjavík.

1909:   Býður íslenska ríkinu verk sín til eignar gegn heimflutningi þeirra frá Kaupmannahöfn og varðveislu.

1909-10: Búsettur í Berlín

1911:   Falið að móta styttu af Jóni Sigurðssyni. Styttan afhjúpuð framan við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík. Sýnir ýmis verk á Iðnsýningunni sem opnuð var þann 17. júní.

1912:   Dvelur í tvo mánuði í London. Hefur á leiðinni skamma dvöl m.a. í Berlín og Amsterdam.

1914:   Alþingi samþykkir að kosta heimflutning verka hans frá Kaupmannahöfn og annast varðveislu þeirra.

1914-17: Búsettur á Íslandi

1915:   Stytta af Kristjáni IX afhjúpuð í Reykjavík.

1916:   Hafin bygging safnhúss á Skólavörðuholti yfir verk hans fyrirÍ Ameríku tilstyrk ríkisins og fjölmargra einstaklinga.

1917:   Kvænist Önnu Jörgensen (1885-1975). Þau sigla til Bandaríkjanna þar sem Einar fullgerir styttu af Þorfinni karlsefni sem er ætlaður staður í Fairmont Park í Fíladelfíu.

1919:   Snemma árs dvelja Einar og Anna í Íslendingabyggðum í Kanada. Seinna fara þau frá Bandaríkjunum til Kaupmannahafnar þar sem Einar undirbýr heimflutning verka sinna.

1920:   Heimflutningur til Íslands.

1923:   Listasafn Einars Jónssonar opnað á Jónsmessudag 23. júní.

1924:   Stytta Ingólfs Arnarsonar afhúpuð á Arnarhóli í Reykjavík. Einar sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu.

1930:   Sæmdur prófessorsnafnbót við Háskóla Íslands.

1931:   Afhjúpuð stytta af Hannesi Hafstein í Reykjavík.

1936:  Sæmdur Stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

1944:   Út koma bækurnar Minningar og Skoðanir, sjálfsævisaga og hugleiðingar Einars Jónssonar um list. Sæmdur Stórkrossi hinnar íslensku Fálkaorðu.

1947:   Sæmdur stórkrossi hinnar norsku St. Olavs orðu fyrir framúrskarandi listamannastarf. Sæmdur hinum sænska heiðurspeningi Prins Eugens, fyrir framúrskarandi listamannastarf.

1954:   Deyr í Reykjavík 18. október og er jarðsettur í Hrepphólakirkjugarði í Árnessýslu.